Thursday, January 29, 2009

Nýtt blogg

Ég varð því miður að færa mig aðeins um í blogginu, því að gamla blogg síðan mín var eitthvað biluð greyið. Ég er búin að fá nokkrar kvartanir yfir því að þegar að fólk opni síðuna mína þá verður internet explorerinn alveg kolvitlaus og opnar alveg 100 aðra glugga. Þetta hefur komið fyrir mig marg oft, en ég hélt að þetta væri bara mín talva. En svo var víst ekki þannig að ég bara ákvað að prófa að búa til nýtt blogg og ath hvort þetta lagist eitthvað hjá mér. Ég vona það allavega.
Annars er bara allt fínt að frétta af okkur hjónunum. Ég er búin að vera alveg voðalega löt að blogga undanfarið, veit ekkert af hverju, það er ekki eins og ég hafi ekki tíma. Mér finnnst ég bara ekki hafa frá neinu spennandi að segja. Ætli það sé bara ekki málið.

Annars höfum við bara verið á fullu að klára að koma okkur alveg fyrir í nýja húsinu, ég er alltaf að finna ný og fleiri verkefni handa Dave greyinu, honum til miklar ánægju... :) En ég held að allar myndir og speglar og þess háttar sé loks komið upp á vegg, þannig að nú fær hann smá pásu þanngað til dótið okkar kemur úr geymslu. Er því miður ekki enn komið, ég býst við því eitthvern tíman í febrúar.

Við pöntuðum rimlarúmið og svona ruggustól með skemli um daginn. Þetta átti að taka alveg upp í mánuð að koma, þannig að við ákváðum að vera bara snemma í þessu, bara svona ef þetta skildi tefjast eitthvað hjá búðinni. En nei, þetta gekk svona voða vel að komast til okkar að þetta var hvoru tveggja komið hingað heim í hús 4 dögum seinna! Við notla alveg þvílíkt hissa yfir þessari þjónustu, bara gott mál. Það er notla ekkert gaman að horfa á svona kassa út um öll gólf, þannig að við bara fórum fljótlega í það að setja þessi herlegheit saman. Hefðum svo sem viljað bíða aðeins með að setja þetta saman, en þýðir ekkert að tala um það.

Það gekk ágætlega að setja þetta allt saman. Ruggustólinn var auðveldur, og var komin saman á innan við 20 mín. En rúmið var nú allt önnur saga, og var pínu blótað við verkefnið...þá sérstaklega þessum ömurlegu leiðbeiningum! Já maðurinn minn er sko karlmaður, og trúir því að flest allar leiðbeiningar séu rangar, og ef þær eru ekki rangar, þá eru þær vitlaust útskýrðar... :) En þetta tókst allt saman á endanum. Við erum æðislega ánægð með bæði rúmið og stólinn, og passar þetta voða fínt inn í barnaherbergið.

Núna erum við búin að kaupa öll húsgögn sem við þurfum, þannig að það er bara gott mál. Ég held líka að Dave sé ánægður að hann þurfi ekki að setja neitt saman, fyrir utan kannski eitthver leikföng og kannski eitt stykki keru og eitthvað fleira, á næstuni.
Við tókum nýja bumbu mynd í gær. 24 vikur, takk fyrir takk. Ég barasta trúi því varla hvað þessi tími er búin að líða hratt, ótrúlegt alveg.

En ég læt þetta duga í bili, myndin fylgir með svo þið getið séð hvað ég er myndarleg orðin, og bið bara að heilsa.

Kveðja,
Lína