Tuesday, May 12, 2009

eurovision og fleira

Jæja best að segja eitthvað skemmtilegt.

Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur hjónum nýlega. Erum búin að vinna í garðinum alveg fullt. Dave er að rækta gulrætur, agúrkur, tómata, paprikur og brokkolí út í garði. Þannig að það verður nóg af grænmeti borðað á þessu heimili í sumar.

Svo eru mamma og pabbi að koma eftir 3 daga, þannig að spenningurinn er í hámarki. Bara get ekki beðið! Mér finnst alveg ótrúlegt að þau séu bara alveg að fara að koma. Ég er svona rétt að fatta hvað það er stutt í barnið fyrst þau eru að koma á föstudagin! En það er allt tilbuið held ég bara, þannig að hann/hún má láta sjá sig hvenær sem er, eftir 15. maí. :)

Dave er orðin mjög spenntur, og getur varla beðið mikið lengur held ég. Er alltaf að reyna að tala barnið til og segja honum/henni að það sé allt miklu meira spennandi hérna úti, þannig að hann/hún ætti bara að drífa sig í heimin. :) Hann er líka pínu stressaður...hefur voða áhyggjur af keyrsluni á spítalan. En þetta er nú ekki nema 40 mín akstur, þannig að ég hef nú litlar áhyggjur.

Ég er búin að gera allt tilbúið fyrir gestina okkar líka. Búin að búa fínt um þau inn í gesta herbergi, búin að baka fullt í frystin svo að við höfum nú eitthvað gotterí að borða. yummy.

Ég er svo að vonast til þess að við fáum fullt af góðu veðri á meðan mamma og pabbi eru hérna. Það er búið að vera mjög fínt undanfarið. Það er reyndar rignin núna, en það á víst að koma sól og fínt veður aftur á fimmt eða föst, þannig að ég vona að það standist. Það er svo miklu skemmtilegra þegar að það er sóla og fínt veður.

Við tókum þátt í styrktargöngu fyrir krabbameins rannsóknir á laugardaginn. Það var voðalega fínt, við fengum æðislegt veður, og það tók allt Bechtel liðið þátt. Það var gengið stanslaust í 12 klst og skiptumst við á að labba í 1 klst í senn. Við Dave löbbuðum okkar klst og löbbuðum svo með öðrum líka. Svo var okkur líka boðið í svaka afmælisveislu á laugardagskvöldið þannig að við vorum alveg gjörsamlega uppgefin eftir þetta allt saman. Þannig að sunnudagurinn var mjög rólegur hjá okkur. Hokkí hjá Dave og afslöppun hjá mér. :)

Svo er ég í þessum skrifuðu orðum að horfa á Eurovision með öðru auganu í tölvunni. Hún Jóhanna stóð sig bara vel, svo bara sjá hvort við komumst áfram. Kosningarnar eru í gangi ennþá.

Jæja ég hef svo sem voða lítið að segja annað en við bara bíðum spennt eftir krílinu okkar og mömmu og pabba.

Ég bið bara að heilsa í bili.

Knús,
Lína