Wednesday, February 25, 2009

bolla

Jæja bara strax komin alveg heil vika síðan ég bullaði eitthvað síðast. Það er bara fint að frétta af okkur þessa vikuna. Ég fór loksins í fyrsta tíman í meðgöngu yoga á laugardaginn, það var bara voða fínt. Ég kynntist nokkrum stelpum þar sem eru á mínum aldri, sem er notla bara æðislegt. Þar sem að flestar konurnar sem eru hérna á vegum bechtel eru með meðal aldurinn 50 eða svo. ekki það að það sé eitthvað að því svo sem, bara gaman að geta talað við eitthvern sem er svona aðeins nær mér í aldri. :)

Svo var okkur boðið í partý á laugardagskvöldið, einn úr vinnuni sem hélt það. Það var bara voða gaman, notla ekkert brjálað partý þar sem flest allir eru komnir vel á aldur...hehe :) En þetta var samt voða gaman, ég fór með pavlovu með mér, það komu allir með eitthvað að snarla á, og hún lagðist ekkert smá vel í alla. Þetta fannst þeim alveg algjört æði. Dave kvartaði nú samt yfir því að ég bakaði aldrei svona gott handa bara mér og honum, alltaf bara ef við værum að fara eitthvað...heheh hann er alveg eins og pabbi minn og bræður, matsár! :) Þannig að ég þarf að vera duglegri að baka svona gott bara handa honum, aumingja kallinn minn, illa farið með hann. :)

Svo voru bara rólegheit á sunnudagin, Dave þurfti ekkert að hengja neitt þessa helgina, fyrir utan einn spegil og snaga á föstudag, í fyrsta skipti í langan tíma, þannig að hann var voða ánægður með það. Við lékum okkur bara í Wii tölvunni, hann vann notla eins og venjulega. Hvað get ég sagt, ég er léleg í venulegum tennis, þar af leiðandi er ég líka léleg í Wii tennis! Kann barasta ekki að sveifla þessum blessaða spaða rétt.

Ég er búin að útbúa síðu fyrir litla krílið. Svolítið snemma, ég veit, en ég bara hafði ekkert að gera einn daginn og ákvað bara að slá til. Enda eru fullt af myndum sem ég vill setja þar inn, svo sem bumbumyndir og svona. Sérstaklega þar sem að bumban fer bara stækkandi, þá er nú gott að vita að það þurfi lykilorð til þess að fá að sjá mig með bumbuna út um allt. :)

En slóðin er: http://www.nino.is/babymarl

Svo bara senda mér email á lina.a.marl@gmail.com ef þið viljið lykilorðið. :)

Ég bakaði alveg fullt af bollum á mánudaginn. Fór svo með í vinnuna til Dave. Það eru alveg nokkrir menn þar sem voru á íslandi í nokkur ár við Fjarðaálsverkerfnið, þannig að þeir vissu hvað Bolludagur var, en allir hinir voru bara mjög ánægðir að fá að læra hvað það væri. Það fannst öllum þetta notla alveg æðislega gott, enda ekki við öðru að búast, við íslendingar kunnum sko að búa til góðan mat og kökur og svona.

Svo í gær gerði ég ekki neitt, ég held ég hafi verið hálf eftir mér eftir allan þenna bakstur, mér leið eins og það hafi risastór vörubíl keyrt yfir mig eða eitthvað. Var voða dofin og vitlaus eitthvað allan daginn. En ég er betri í dag.

Ok nóg bull í bili. Bið bara að heilsa í bili.

Knús,
Lína

Tuesday, February 17, 2009

Stuff

Jæja, ætli það sé ekki nógu langt síðan ég bloggaði síðast. Mamma er alltaf að kvarta yfir því að ég sé ekki búin að blogga, þannig að ætli ég verði ekki að blogga smá. :)


Það er búið að vera bara voða mikið að gera hjá okkur undanfarið. Dave er loksins farin að vera heima á laugardögum þannig að við fáum 2 daga helgar núna. Sem er bara frábært! Við höfum notað þessar 2 helgar hingað til, til þess að gera fínt hérna í húsinu. Dave greyið er búin að gera lítið annað en að hengja hillur og myndir og lyfta þungum hlutum og guð má vita hvað.

Við notuðum síðustu helgi í það að koma barnaherberginu í stand. Ég fékk rúmfatasetið og skreytingar sem við pöntuðum í póstinum á föstudagin, og ég gat náttúrulega bara ekki beðið með það að setja þetta allt saman. Við erum bæði alveg æðislega ánægð með herbergið.

Það var valentínusar dagur síðasta laugardag og Dave ákvað að koma mér á óvart með ferð til Las Vegas! Ég er ekkert smá spennt, get ekki beðið. Við förum þann 9. mars og komum heim þann 13. mars. Þetta verður síðasta barnlausa ferðalagið okkar. Hann valdi Las Vegas, því hann vissi að mig hefur alltaf langað að koma þanngað, og líka af því að Las Vegas er ekki beint staður sem maður myndi fara í frí með fjölskylduna. :)

Mamma og pabbi eru búin að panta sér flug til okkar í maí. Við erum ekkert smá spennt. Þau verða hjá okkur alveg í heilan mánuð, koma þann 15. maí, þannig að þau ættu alveg að ná fæðingunni. Mamma hefur voða áhyggjur af því að missa af þessu, en ég held nú samt að þetta litla kríli muni láta bíða eftir sér, frekar en að koma snemma, þannig að ég er bara róleg yfir þessu öllu saman. Mig langar voða að fara með þau til Alaska, þar sem það er hægt að taka ferju þanngað, og tekur ekki nema 6 tíma að komast þanngað. En Dave finnst ekki góð hugmynd að skella sér til Alaska viku fyrir settan dag, hann hefur áhyggjur af því að ég muni bara fæða um borð í eitthverji skítugri Alaska ferju! hehe... þetta er kannski rétt hjá honum. Við förum þá bara eitthvað annað í staðin, eitthvað sem maður getur keyrt, eitthvað sem tekur kannski 1-2 tíma að ferðast í staðin fyrir 6 hvora leið. :)

Það réðst á mig kónugló um dagin. Ég var í sakleysi mínu í tölvunni að lesa póstin minn, þegar að allt í einu finn ég fyrir eitthverju hreyfast á hausnum á mér.... ég notla strax busta þetta af, hélt kannski að þetta væri ryk eða eitthvað, eða bara ímyndun í mér. En nei, nei dettur ekki þessi ógeðslega kónugló beint á lyklaborðið!!! OJ BARA!!! ógislegt. Og ég notla stökk á fætur og öskraði á kóngulóna. Hún var svo föst í lyklaborðinu í smá tíma, þanngað til ég velti lyklaborðinu, en þá datt hún á tölvuborðið og hljóp af stað eins og ég veit ekki hvað! Og niður á gólf. Og þá tók við þessi þvíliki eltingarleikur, ég að reyna að drepa hana, hún að reyna að komast í burtu. Henni tókst að fela sig í smá tíma, ég reyndi að henda í hana málbandi... en svo loksins fann ég hana aftur og þá var eltingaleikurinn búin, ég trampaði á henni eins og líf mitt lægi við! Tók mig nokkurn tíma, en þetta tókst hjá mér á endanum. Ég er bara svo stolt af sjálfri mér að hafa tekist að drepa kvikndið...því venjulega þá set ég bara glas yfir kóngulær og önnur skordýr sem ég finn og læt Dave sjá um þetta þegar að hann kemur heim. :)


Ég set hérna inn 26 vikna bumbumynd. Eins og sést þá er bumban alltaf að stækka. :)

Og sjáið þið hvað hún lítur út fyrir að vera STÓR frá þessu sjónarhorni! :)

Jæja læt þetta duga af mínu bulli í bili. Bið bara að heilsa. Knús á línuna.

Lína

Monday, February 2, 2009

Superbowl Party

Það var Superbowl Sunday í USA í gær, og þótt svo við séum í Kanada létum við okkur sko ekki missa í stuðið. Okkur var boðið í superbowl party og fórum auðvitað, ásamt 25 öðrum, þannig að þetta var vel stór samkoma. Það var voða gaman, endalaust mikið af mat og drykk og mikið hlegið og mikið gaman. Ég hélt reyndar með liðinu sem tapaði, en þetta var samt alveg geggjað spennandi leikur.

Þetta var róleg helgi hjá okkur. Núna síðasta laugardag var síðasti laugardagurinn sem Dave mun vinna í eitthvern tíma. Þeir eru búnir að minka aðeins við sig vinnuna og núna vinnur hann 50 tíma á viku í staðin fyrir 60. Þannig að það munar alveg helling fyrir okkur, núna fær hann alveg heila helgi í frí, eins og annað fólk. Okkur hlakkar ekkert smá til. Enda ekkert gaman að fá bara 1 dags helgi alltaf. Dave er náttúrulega rosa spenntur, ég held samt mest fyrir því að hann fái núna að sofa út 2 daga í viku...honum finnst svo mest best að sofa. :)

Sunnudagurinn fór svo bara í það að útbúa mat og svona til að taka með í partýið og svo bara afslöppun þar á milli. Það snjóaði reyndar svolítið mikið í gær og fyrradag þannig að Dave fékk að moka fullt af snjó líka, en hann er orðin vanur þessu maðurinn. Það er alveg ótrúlegt hvað það snjóar mikið hérna, fólk var búið að vara okkur við þessu, en við bara samt gerðum okkur enga grein fyrir hversu mikið þetta yrði.


Svo er ég búin að skrá mig í óléttu yoga, byrja næsta laugardag. Það verður örugglega voða fínt, og er ég að vonast til þess að kynnast öðrum óléttum konum þar, ég þarf endilega að finna mér eitthverja vini sem eiga börn, fyrst ég er nú að bætast í barnafólks hópin mjög fljótlega. Ég held lík að ég hafi gott af því að prófa eitthverja aðra líkamsrækt, því ég geri ekki annað en að slasa mig í ræktinni undanfarið, er greinilega að gera eitthvað sem að ólétti líkaminn minn kann ekki að meta. Þannig að vonandi að þessir yoga tímar hjálpi mér að skilja hvað ég má gera og hvað ekki.

Jæja ég ætla að fara að gera eitthvað hérna heima hjá mér, hreingerningar mánudagur á þessu heimili. Bið bara að heilsa í bili.

Kveðja úr öllum snjónum,
Lína