Jæja bara strax komin alveg heil vika síðan ég bullaði eitthvað síðast. Það er bara fint að frétta af okkur þessa vikuna. Ég fór loksins í fyrsta tíman í meðgöngu yoga á laugardaginn, það var bara voða fínt. Ég kynntist nokkrum stelpum þar sem eru á mínum aldri, sem er notla bara æðislegt. Þar sem að flestar konurnar sem eru hérna á vegum bechtel eru með meðal aldurinn 50 eða svo. ekki það að það sé eitthvað að því svo sem, bara gaman að geta talað við eitthvern sem er svona aðeins nær mér í aldri. :)
Svo var okkur boðið í partý á laugardagskvöldið, einn úr vinnuni sem hélt það. Það var bara voða gaman, notla ekkert brjálað partý þar sem flest allir eru komnir vel á aldur...hehe :) En þetta var samt voða gaman, ég fór með pavlovu með mér, það komu allir með eitthvað að snarla á, og hún lagðist ekkert smá vel í alla. Þetta fannst þeim alveg algjört æði. Dave kvartaði nú samt yfir því að ég bakaði aldrei svona gott handa bara mér og honum, alltaf bara ef við værum að fara eitthvað...heheh hann er alveg eins og pabbi minn og bræður, matsár! :) Þannig að ég þarf að vera duglegri að baka svona gott bara handa honum, aumingja kallinn minn, illa farið með hann. :)
Svo voru bara rólegheit á sunnudagin, Dave þurfti ekkert að hengja neitt þessa helgina, fyrir utan einn spegil og snaga á föstudag, í fyrsta skipti í langan tíma, þannig að hann var voða ánægður með það. Við lékum okkur bara í Wii tölvunni, hann vann notla eins og venjulega. Hvað get ég sagt, ég er léleg í venulegum tennis, þar af leiðandi er ég líka léleg í Wii tennis! Kann barasta ekki að sveifla þessum blessaða spaða rétt.
Ég er búin að útbúa síðu fyrir litla krílið. Svolítið snemma, ég veit, en ég bara hafði ekkert að gera einn daginn og ákvað bara að slá til. Enda eru fullt af myndum sem ég vill setja þar inn, svo sem bumbumyndir og svona. Sérstaklega þar sem að bumban fer bara stækkandi, þá er nú gott að vita að það þurfi lykilorð til þess að fá að sjá mig með bumbuna út um allt. :)
En slóðin er: http://www.nino.is/babymarl
Svo bara senda mér email á lina.a.marl@gmail.com ef þið viljið lykilorðið. :)
Ég bakaði alveg fullt af bollum á mánudaginn. Fór svo með í vinnuna til Dave. Það eru alveg nokkrir menn þar sem voru á íslandi í nokkur ár við Fjarðaálsverkerfnið, þannig að þeir vissu hvað Bolludagur var, en allir hinir voru bara mjög ánægðir að fá að læra hvað það væri. Það fannst öllum þetta notla alveg æðislega gott, enda ekki við öðru að búast, við íslendingar kunnum sko að búa til góðan mat og kökur og svona.
Svo í gær gerði ég ekki neitt, ég held ég hafi verið hálf eftir mér eftir allan þenna bakstur, mér leið eins og það hafi risastór vörubíl keyrt yfir mig eða eitthvað. Var voða dofin og vitlaus eitthvað allan daginn. En ég er betri í dag.
Ok nóg bull í bili. Bið bara að heilsa í bili.
Knús,
Lína
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
hehe gott að Dave fékk næstum upphengilausan dag, ég var farin að hafa áhyggjur af því að þú værir að gera útaf við kallinn eftir alla upphengistadusana hans á feisinu :p
Og dúdda mía þvílík húsmóðir. Bollur fyrir allt vinnugengið á bolludaginn og marens í partýið og ég veit ekki hvað. Spurning um að fara að droppa í heimsókn bara ;)
Er ekkert smá sátt við barnasíðuna, og fylgist sko spennt með nýjum fréttum og myndum.
En hey prófaðu að læsa úlnliðnum í tennisnum. Held þetta hljóti að virka svipað og borðtennisinn, ef þú sveiflar úlnliðnum með ræðurðu ekki neitt við neitt. Annars er greinilegt að ég þarf að komast í svona tölvu. Hljómar ekkert smá skemmtilegt!
Shjit er bara næstum búin að skella inn heilu bloggi hérna á kommentið þitt :/
Knús og kram til ykkar :*
Já, ég veit, aumingja maðurinn, alltaf að hengja eitthvað fyrir mig...hann er úti, í þessum skrifuðu orðum, að moka snjó fyrir mig :)
Já þú ert alltaf velkomin í heimsókn. Ég verð að prófa þetta með úlnliðin næst þegar ég spila Wii tennis. Já ég mæli með þessu, þetta er alveg geggjað gaman nebbla.
Takk fyrir kommentið sæta.
Knús,
Lína
Post a Comment