Heyrðu já það er bara frekar langt síðan ég hef sett eitthvað hérna inn.
Bara fínt að frétta af okkur hjónunum. Alltaf brjálað að gera í vinnuni hjá Dave og alltaf rólegt að gera hjá mér. ;) En það á nú eftir að breytast mjög fljótlega, þar sem það eru ekki nema 36 dagar í settan dag, í dag. Ég ákvað að byrja að þvo barnafötin og teppin og svona í gær. Samkvæmtt bókinni minni á maður víst að vera búin að pakka í spítalatöskuna sína á þessum tíma, þannig að ég dreif mig í því í dag. Þótt mér finnist þetta notla frekar snemmt, þá er víst betra að vera við öllu búin ef að kríilð, þó mér þyki það ólíklegt, ákveði að láta sjá sig snemma.
Það var samt voða gaman að þvo fötin af krílinu í gær. Ég held að það hafi verið Badda frænka sem var að spyrja hvað krílinu vantar ennþá, sérstaklega eftir allt sem við fengum í Baby Shower um daginn. Krílinu vantar ennþá föt, hann á ekkert nema náttföt greyið. :) Jú svo eigum við líka nokkrar samfellur og sokka. Reyndar á krílið eitt stykki jogging galla sem að Ríkey sendi um jólin, ekkert smá sætur gulur galli og húfur í stíl. En ég vildi ekkert vera að versla mikið að venjulegum fötum þar sem það er eiginlega bara ómögulegt ef maður veit ekki kynið. Svo geri ég ráð fyrir því að hann/hún muni hvort eð er vera mest í náttfötum svona fyrstu vikurnar/mánuði.
Sokkarbuxur er eitthvað sem ég get ómögulega fundið hérna í Kanada, en sem betur fer ætlar mamma að koma með nokkur stykki þegar hún kemur. Fást bara eitthverjar nælonsokkarbuxur á stelpur, svona fínar, ekki svona eins og þau eru í daglega. Voða kjánalegt finnst mér því að það er nú frekar kalt hérna á veturna, og ekkert alltof hlýtt á sumrin.
Svo vorum við svo heppin að vinahjón okkar í Montreal, sem áttu strák í desember, sendu okkur tvo fulla poka af svona náttfötum og kózy fötum sem að strákurinn þeirra er vaxin upp úr. Þannig að það var notla bara æðislegt.
Dave og vinnufélagi hans eru í þessum skrifuðu orðum að laga heita pottinn. Það sprakk víst eitthvað rör, þannig að þeir eru að setja saman nýtt rör og koma blessuðum pottinum í gang. Dave getur ekki beðið eftir að fá að sitja í pottinum með bjór. :)
Svo er ég búin að skrá mig í annað meðgöngu yoga prógram. Þetta er reyndar 6 vikna prógram og það eru ekki nema 5 vikur að settum degi, en ég missi þá bara ef einum eða tveim tímum, ekkert mál það. Mér fannst svo gaman og hjálplegt síðast þegar ég fór þannig að ég ákvað að skella mér aftur. Og svo kenna þau manni líka allskonar öndunaræfingar og eitthvað, sem ég verð þá kannski líklegri til að muna, þar sem þetta er nær fæðingu. :)
Já og svo erum við búin að skrá okkur í eitthverja voða göngu til styrktar krabbameins rannsóknum, þann 9 maí, þannig að það verður bara nóg að gera hjá okkur. Þess vegna verður krílið líka að bíða á sínum stað þanngað til í lok maí, bara alltof mikið um að vera hjá okkur, og mamma og pabbi verða líka að vera komin áður. hehhe ég veit, þetta er allt voða planað hjá mér, og ég sem hef svo algjörlega enga stjórn yfir þessu. :)
Jæja best að fara að ath hvernig gengur hjá mönunum út í garði í rigningunni. Það snjóaði reydnar í gær, við fengum bæði vægt sjokk þegar við fórum á fætur og það var allt hvítt! Ekki gaman það, en það er búið að rigna í allan dag þannig að snjórinn er að mestu farin aftur. Og ég ætla bara rétt að vona að hann láti ekki sjá sig aftur fyrr en bara nóvember. já takk fyrir takk.
Knús,
Lína
Sunday, April 19, 2009
Thursday, April 2, 2009
bland í poka.
Heyrðu, það er bara komin næstum því mánuður síðan ég bullaði eitthvað síðast. Þetta er nú meiri letin í manni.
En allavega, við sem sagt fórum til Vegas og skemmtum okkur alveg æðislega vel. Við fengum rosalega gott veður, sem gerði þetta notla ennþá betra. Voða gott að geta farið út án þess að vera kappklæddur frá toppi til táar. Við fórum svona 'Show' við sáum Cirque du Soleil. Það var æði! Það sem þetta fólk getur gert, er ótrúlegt.
Við löbbuðum af okkur fæturna, gátum varla staðið í lappirnar síðasta daginn. Það var bara svo mikið að sjá og upplifa að við bara löbbuðum og löbbuðum. Ég er ekk enn búin að setja inn myndir í mynda albúmið okkar, en geri það vonandi fljótlega.
Svo þegar við komum heim þá tók við ein róleg vika. Fórum til doksa í tjekkup og sónar. Það var gaman að fá að sjá krílið okkar á skjánum aftur, algjör dúlla. Það er hægt að sjá myndir á nino.is síðunni okkar.
Svo, loksins, kom dótið okkar frá íslandi fyrir 1 og hálfri viku síðan. Ég var alveg voða busy alla síðustu viku að ganga frá öllu þessu dóti (600 kg) en það hafðist á endanum og núna er allt dótið okkar komið á sinn stað, sem er bara æði!
Annars er ég bara búin að vera dugleg að fara í ræktinna á hverjum morgni, ennþá allavega. Krílið stækkar og stækkar, en mér líður enn vel og ég ætla mér sko að halda áfram að hreyfa mig eins lengi og ég mögulega get. Mér líður betur ef ég fæ smá hreyfingu. Og ég held að krílinu finnist líka gaman þegar mamman er á hoppum um allt. :)
Það er brjálað að gera í vinnuni hjá Dave, sem er bara gott. En hann fær ennþá að vera heima um helgar, sem við erum bæði voða ánægð með.
Annars er bara voðalega lítið að frétta af okkur, lífið gengur bara sinn vana gang. Við erum farin að telja niður, mamma og pabbi koma eftir 43 daga og settur dagur er eftir 53 daga...geggjað!!Trúi því varla að það sé minna en 2 mánuðir í þetta hjá okkur.
Svo bara páskarnir að skella á í næstu viku. Dave fær frí á föstudaginn langa, og við erum að hugsa um að skella okkur í helgarferð eitthvað út í skóg. Erum samt ekki alveg búin að ákveða okkur, sjá til hvernig veðrið verður og svona. Það er búið að snjóa undanfarna tvo daga, þannig að það er sko ekki komið vor ennþá.
Ég er ekki spennt yfir því að hafa páskaeggjalausa páska. Það fást bara eitthverjar páska kanínur og eitthvað hérna. Ekki nærri því eins spennandi og íslensk páskaegg. :( En ég er hvort eð er í smá nammi bindindi, þannig að ég hlýt að lifa þetta af. :)
Jæja best að fara að koma sér í ræktinna. Bið að heilsa heim.
Kveðja,
Lína
En allavega, við sem sagt fórum til Vegas og skemmtum okkur alveg æðislega vel. Við fengum rosalega gott veður, sem gerði þetta notla ennþá betra. Voða gott að geta farið út án þess að vera kappklæddur frá toppi til táar. Við fórum svona 'Show' við sáum Cirque du Soleil. Það var æði! Það sem þetta fólk getur gert, er ótrúlegt.
Við löbbuðum af okkur fæturna, gátum varla staðið í lappirnar síðasta daginn. Það var bara svo mikið að sjá og upplifa að við bara löbbuðum og löbbuðum. Ég er ekk enn búin að setja inn myndir í mynda albúmið okkar, en geri það vonandi fljótlega.
Svo þegar við komum heim þá tók við ein róleg vika. Fórum til doksa í tjekkup og sónar. Það var gaman að fá að sjá krílið okkar á skjánum aftur, algjör dúlla. Það er hægt að sjá myndir á nino.is síðunni okkar.
Svo, loksins, kom dótið okkar frá íslandi fyrir 1 og hálfri viku síðan. Ég var alveg voða busy alla síðustu viku að ganga frá öllu þessu dóti (600 kg) en það hafðist á endanum og núna er allt dótið okkar komið á sinn stað, sem er bara æði!
Annars er ég bara búin að vera dugleg að fara í ræktinna á hverjum morgni, ennþá allavega. Krílið stækkar og stækkar, en mér líður enn vel og ég ætla mér sko að halda áfram að hreyfa mig eins lengi og ég mögulega get. Mér líður betur ef ég fæ smá hreyfingu. Og ég held að krílinu finnist líka gaman þegar mamman er á hoppum um allt. :)
Það er brjálað að gera í vinnuni hjá Dave, sem er bara gott. En hann fær ennþá að vera heima um helgar, sem við erum bæði voða ánægð með.
Annars er bara voðalega lítið að frétta af okkur, lífið gengur bara sinn vana gang. Við erum farin að telja niður, mamma og pabbi koma eftir 43 daga og settur dagur er eftir 53 daga...geggjað!!Trúi því varla að það sé minna en 2 mánuðir í þetta hjá okkur.
Svo bara páskarnir að skella á í næstu viku. Dave fær frí á föstudaginn langa, og við erum að hugsa um að skella okkur í helgarferð eitthvað út í skóg. Erum samt ekki alveg búin að ákveða okkur, sjá til hvernig veðrið verður og svona. Það er búið að snjóa undanfarna tvo daga, þannig að það er sko ekki komið vor ennþá.
Ég er ekki spennt yfir því að hafa páskaeggjalausa páska. Það fást bara eitthverjar páska kanínur og eitthvað hérna. Ekki nærri því eins spennandi og íslensk páskaegg. :( En ég er hvort eð er í smá nammi bindindi, þannig að ég hlýt að lifa þetta af. :)
Jæja best að fara að koma sér í ræktinna. Bið að heilsa heim.
Kveðja,
Lína
Subscribe to:
Posts (Atom)