Heyrðu, það er bara komin næstum því mánuður síðan ég bullaði eitthvað síðast. Þetta er nú meiri letin í manni.
En allavega, við sem sagt fórum til Vegas og skemmtum okkur alveg æðislega vel. Við fengum rosalega gott veður, sem gerði þetta notla ennþá betra. Voða gott að geta farið út án þess að vera kappklæddur frá toppi til táar. Við fórum svona 'Show' við sáum Cirque du Soleil. Það var æði! Það sem þetta fólk getur gert, er ótrúlegt.
Við löbbuðum af okkur fæturna, gátum varla staðið í lappirnar síðasta daginn. Það var bara svo mikið að sjá og upplifa að við bara löbbuðum og löbbuðum. Ég er ekk enn búin að setja inn myndir í mynda albúmið okkar, en geri það vonandi fljótlega.
Svo þegar við komum heim þá tók við ein róleg vika. Fórum til doksa í tjekkup og sónar. Það var gaman að fá að sjá krílið okkar á skjánum aftur, algjör dúlla. Það er hægt að sjá myndir á nino.is síðunni okkar.
Svo, loksins, kom dótið okkar frá íslandi fyrir 1 og hálfri viku síðan. Ég var alveg voða busy alla síðustu viku að ganga frá öllu þessu dóti (600 kg) en það hafðist á endanum og núna er allt dótið okkar komið á sinn stað, sem er bara æði!
Annars er ég bara búin að vera dugleg að fara í ræktinna á hverjum morgni, ennþá allavega. Krílið stækkar og stækkar, en mér líður enn vel og ég ætla mér sko að halda áfram að hreyfa mig eins lengi og ég mögulega get. Mér líður betur ef ég fæ smá hreyfingu. Og ég held að krílinu finnist líka gaman þegar mamman er á hoppum um allt. :)
Það er brjálað að gera í vinnuni hjá Dave, sem er bara gott. En hann fær ennþá að vera heima um helgar, sem við erum bæði voða ánægð með.
Annars er bara voðalega lítið að frétta af okkur, lífið gengur bara sinn vana gang. Við erum farin að telja niður, mamma og pabbi koma eftir 43 daga og settur dagur er eftir 53 daga...geggjað!!Trúi því varla að það sé minna en 2 mánuðir í þetta hjá okkur.
Svo bara páskarnir að skella á í næstu viku. Dave fær frí á föstudaginn langa, og við erum að hugsa um að skella okkur í helgarferð eitthvað út í skóg. Erum samt ekki alveg búin að ákveða okkur, sjá til hvernig veðrið verður og svona. Það er búið að snjóa undanfarna tvo daga, þannig að það er sko ekki komið vor ennþá.
Ég er ekki spennt yfir því að hafa páskaeggjalausa páska. Það fást bara eitthverjar páska kanínur og eitthvað hérna. Ekki nærri því eins spennandi og íslensk páskaegg. :( En ég er hvort eð er í smá nammi bindindi, þannig að ég hlýt að lifa þetta af. :)
Jæja best að fara að koma sér í ræktinna. Bið að heilsa heim.
Kveðja,
Lína
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment