Tuesday, May 12, 2009

eurovision og fleira

Jæja best að segja eitthvað skemmtilegt.

Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur hjónum nýlega. Erum búin að vinna í garðinum alveg fullt. Dave er að rækta gulrætur, agúrkur, tómata, paprikur og brokkolí út í garði. Þannig að það verður nóg af grænmeti borðað á þessu heimili í sumar.

Svo eru mamma og pabbi að koma eftir 3 daga, þannig að spenningurinn er í hámarki. Bara get ekki beðið! Mér finnst alveg ótrúlegt að þau séu bara alveg að fara að koma. Ég er svona rétt að fatta hvað það er stutt í barnið fyrst þau eru að koma á föstudagin! En það er allt tilbuið held ég bara, þannig að hann/hún má láta sjá sig hvenær sem er, eftir 15. maí. :)

Dave er orðin mjög spenntur, og getur varla beðið mikið lengur held ég. Er alltaf að reyna að tala barnið til og segja honum/henni að það sé allt miklu meira spennandi hérna úti, þannig að hann/hún ætti bara að drífa sig í heimin. :) Hann er líka pínu stressaður...hefur voða áhyggjur af keyrsluni á spítalan. En þetta er nú ekki nema 40 mín akstur, þannig að ég hef nú litlar áhyggjur.

Ég er búin að gera allt tilbúið fyrir gestina okkar líka. Búin að búa fínt um þau inn í gesta herbergi, búin að baka fullt í frystin svo að við höfum nú eitthvað gotterí að borða. yummy.

Ég er svo að vonast til þess að við fáum fullt af góðu veðri á meðan mamma og pabbi eru hérna. Það er búið að vera mjög fínt undanfarið. Það er reyndar rignin núna, en það á víst að koma sól og fínt veður aftur á fimmt eða föst, þannig að ég vona að það standist. Það er svo miklu skemmtilegra þegar að það er sóla og fínt veður.

Við tókum þátt í styrktargöngu fyrir krabbameins rannsóknir á laugardaginn. Það var voðalega fínt, við fengum æðislegt veður, og það tók allt Bechtel liðið þátt. Það var gengið stanslaust í 12 klst og skiptumst við á að labba í 1 klst í senn. Við Dave löbbuðum okkar klst og löbbuðum svo með öðrum líka. Svo var okkur líka boðið í svaka afmælisveislu á laugardagskvöldið þannig að við vorum alveg gjörsamlega uppgefin eftir þetta allt saman. Þannig að sunnudagurinn var mjög rólegur hjá okkur. Hokkí hjá Dave og afslöppun hjá mér. :)

Svo er ég í þessum skrifuðu orðum að horfa á Eurovision með öðru auganu í tölvunni. Hún Jóhanna stóð sig bara vel, svo bara sjá hvort við komumst áfram. Kosningarnar eru í gangi ennþá.

Jæja ég hef svo sem voða lítið að segja annað en við bara bíðum spennt eftir krílinu okkar og mömmu og pabba.

Ég bið bara að heilsa í bili.

Knús,
Lína

Sunday, April 19, 2009

tilbúin

Heyrðu já það er bara frekar langt síðan ég hef sett eitthvað hérna inn.

Bara fínt að frétta af okkur hjónunum. Alltaf brjálað að gera í vinnuni hjá Dave og alltaf rólegt að gera hjá mér. ;) En það á nú eftir að breytast mjög fljótlega, þar sem það eru ekki nema 36 dagar í settan dag, í dag. Ég ákvað að byrja að þvo barnafötin og teppin og svona í gær. Samkvæmtt bókinni minni á maður víst að vera búin að pakka í spítalatöskuna sína á þessum tíma, þannig að ég dreif mig í því í dag. Þótt mér finnist þetta notla frekar snemmt, þá er víst betra að vera við öllu búin ef að kríilð, þó mér þyki það ólíklegt, ákveði að láta sjá sig snemma.

Það var samt voða gaman að þvo fötin af krílinu í gær. Ég held að það hafi verið Badda frænka sem var að spyrja hvað krílinu vantar ennþá, sérstaklega eftir allt sem við fengum í Baby Shower um daginn. Krílinu vantar ennþá föt, hann á ekkert nema náttföt greyið. :) Jú svo eigum við líka nokkrar samfellur og sokka. Reyndar á krílið eitt stykki jogging galla sem að Ríkey sendi um jólin, ekkert smá sætur gulur galli og húfur í stíl. En ég vildi ekkert vera að versla mikið að venjulegum fötum þar sem það er eiginlega bara ómögulegt ef maður veit ekki kynið. Svo geri ég ráð fyrir því að hann/hún muni hvort eð er vera mest í náttfötum svona fyrstu vikurnar/mánuði.

Sokkarbuxur er eitthvað sem ég get ómögulega fundið hérna í Kanada, en sem betur fer ætlar mamma að koma með nokkur stykki þegar hún kemur. Fást bara eitthverjar nælonsokkarbuxur á stelpur, svona fínar, ekki svona eins og þau eru í daglega. Voða kjánalegt finnst mér því að það er nú frekar kalt hérna á veturna, og ekkert alltof hlýtt á sumrin.

Svo vorum við svo heppin að vinahjón okkar í Montreal, sem áttu strák í desember, sendu okkur tvo fulla poka af svona náttfötum og kózy fötum sem að strákurinn þeirra er vaxin upp úr. Þannig að það var notla bara æðislegt.

Dave og vinnufélagi hans eru í þessum skrifuðu orðum að laga heita pottinn. Það sprakk víst eitthvað rör, þannig að þeir eru að setja saman nýtt rör og koma blessuðum pottinum í gang. Dave getur ekki beðið eftir að fá að sitja í pottinum með bjór. :)

Svo er ég búin að skrá mig í annað meðgöngu yoga prógram. Þetta er reyndar 6 vikna prógram og það eru ekki nema 5 vikur að settum degi, en ég missi þá bara ef einum eða tveim tímum, ekkert mál það. Mér fannst svo gaman og hjálplegt síðast þegar ég fór þannig að ég ákvað að skella mér aftur. Og svo kenna þau manni líka allskonar öndunaræfingar og eitthvað, sem ég verð þá kannski líklegri til að muna, þar sem þetta er nær fæðingu. :)

Já og svo erum við búin að skrá okkur í eitthverja voða göngu til styrktar krabbameins rannsóknum, þann 9 maí, þannig að það verður bara nóg að gera hjá okkur. Þess vegna verður krílið líka að bíða á sínum stað þanngað til í lok maí, bara alltof mikið um að vera hjá okkur, og mamma og pabbi verða líka að vera komin áður. hehhe ég veit, þetta er allt voða planað hjá mér, og ég sem hef svo algjörlega enga stjórn yfir þessu. :)

Jæja best að fara að ath hvernig gengur hjá mönunum út í garði í rigningunni. Það snjóaði reydnar í gær, við fengum bæði vægt sjokk þegar við fórum á fætur og það var allt hvítt! Ekki gaman það, en það er búið að rigna í allan dag þannig að snjórinn er að mestu farin aftur. Og ég ætla bara rétt að vona að hann láti ekki sjá sig aftur fyrr en bara nóvember. já takk fyrir takk.

Knús,
Lína

Thursday, April 2, 2009

bland í poka.

Heyrðu, það er bara komin næstum því mánuður síðan ég bullaði eitthvað síðast. Þetta er nú meiri letin í manni.

En allavega, við sem sagt fórum til Vegas og skemmtum okkur alveg æðislega vel. Við fengum rosalega gott veður, sem gerði þetta notla ennþá betra. Voða gott að geta farið út án þess að vera kappklæddur frá toppi til táar. Við fórum svona 'Show' við sáum Cirque du Soleil. Það var æði! Það sem þetta fólk getur gert, er ótrúlegt.

Við löbbuðum af okkur fæturna, gátum varla staðið í lappirnar síðasta daginn. Það var bara svo mikið að sjá og upplifa að við bara löbbuðum og löbbuðum. Ég er ekk enn búin að setja inn myndir í mynda albúmið okkar, en geri það vonandi fljótlega.

Svo þegar við komum heim þá tók við ein róleg vika. Fórum til doksa í tjekkup og sónar. Það var gaman að fá að sjá krílið okkar á skjánum aftur, algjör dúlla. Það er hægt að sjá myndir á nino.is síðunni okkar.

Svo, loksins, kom dótið okkar frá íslandi fyrir 1 og hálfri viku síðan. Ég var alveg voða busy alla síðustu viku að ganga frá öllu þessu dóti (600 kg) en það hafðist á endanum og núna er allt dótið okkar komið á sinn stað, sem er bara æði!

Annars er ég bara búin að vera dugleg að fara í ræktinna á hverjum morgni, ennþá allavega. Krílið stækkar og stækkar, en mér líður enn vel og ég ætla mér sko að halda áfram að hreyfa mig eins lengi og ég mögulega get. Mér líður betur ef ég fæ smá hreyfingu. Og ég held að krílinu finnist líka gaman þegar mamman er á hoppum um allt. :)

Það er brjálað að gera í vinnuni hjá Dave, sem er bara gott. En hann fær ennþá að vera heima um helgar, sem við erum bæði voða ánægð með.

Annars er bara voðalega lítið að frétta af okkur, lífið gengur bara sinn vana gang. Við erum farin að telja niður, mamma og pabbi koma eftir 43 daga og settur dagur er eftir 53 daga...geggjað!!Trúi því varla að það sé minna en 2 mánuðir í þetta hjá okkur.

Svo bara páskarnir að skella á í næstu viku. Dave fær frí á föstudaginn langa, og við erum að hugsa um að skella okkur í helgarferð eitthvað út í skóg. Erum samt ekki alveg búin að ákveða okkur, sjá til hvernig veðrið verður og svona. Það er búið að snjóa undanfarna tvo daga, þannig að það er sko ekki komið vor ennþá.

Ég er ekki spennt yfir því að hafa páskaeggjalausa páska. Það fást bara eitthverjar páska kanínur og eitthvað hérna. Ekki nærri því eins spennandi og íslensk páskaegg. :( En ég er hvort eð er í smá nammi bindindi, þannig að ég hlýt að lifa þetta af. :)

Jæja best að fara að koma sér í ræktinna. Bið að heilsa heim.

Kveðja,
Lína

Sunday, March 8, 2009

7 tímar og Vegas


Jæja best að segja eitthvað, orðið ágætlega langt síðan ég lét heyra í mér.

Það er allt mjög gott að frétta héðan. Ég bakaði íslenskar pönnukökur í gær, sem var bara mest gaman og skemmtilegt. Ég hef ekki fengið íslenskar pönnukökur í SVO langan tíma. Mig vantaði nebbla pönnu, en haldið þið ekki að ég hafi barasta fundið pönnu út í búð á föstudagin. Er reyndar ætluð til þess að gera Crepes, en það er notla eiginlega alveg það sama og pönnukökur, þannig að hún virkar ekkert smá vel. Pönnukökurnar voru æðislega góðar, og verður sko pottþétt mikið bakað af þeim í framtíðinni.

Í dag var klukkuni breytt. Við mistum einn klukkutíma, þannig að núna er ekki nema 7 klukkutíma munur á milli Kitimat og Íslands. Notla ennþá ágætur munur, en allt hjálpar til.

Við förum til Vegas á morgun. Við erum bæði mjög spennt. Það á víst að vera einstaklega fínt veður, miðað við árstíma, á meðan við erum þar. 20 stiga hiti og glampandi sól alla vikuna. Þannig að ég varð í gær að fara í gegnum áður-en-ég-varð-ólétt fötin mín og reyna að finna eitthvað sumarlegt sem ég gæti notað. Öll mín meðgöngu föt eru öll frekar vetrarleg, allt síðerma bolir og svona. En mér tókst að finna heila 3 stutterma boli sem ég læt ganga. Þeir eru náttúrulega pínu þröngir, en svo lengi sem þeir komast yfir bumbuna er ég sátt. :)


Hótelið sem við verðum á, MGM Grand.


Ég ætla pottþétt ekki að taka bikiníið með mér. Dave ætlar að taka sín sundföt, því það er alveg æðislega flott sundlaug á hótelinu, en ef við förum þanngað, þá má hann sko alveg synda eins og hann vill, ég ætla bara að sitja á sundlaugabakkanum, takk fyrir takk! :) Enda efast ég um það að ég kæmist einu sinni í sundfötin mín.

Dótið okkar sem er búið að vera í geymslu síðan í febrúar 2008 er loksins á leiðinni til okkar. Þegar við komum til baka frá Vegas þurfum við að koma við í eitthverju toll byggingu í Vancouver og skrifa upp á dótið okkar (þetta eru eitthverjar Kanadískar reglur) og svo þegar það er búið, verður dótið sent hingað til Kitmat, þannig að það ætti að vera komið hingað í kringum 20. mars. Ég er mjög spennt. Get ekki beðið eftir að fá þetta blessaða dót í hendurnar. Það er mikið af eldhúsdóti í sendingunni sem ég er búin að sakna mjög mikið. Til dæmis kökukefli, ég er búin að þurfa að nota PAM olíusprey til þess að fletja út síðan við fluttum! Ég neitaði að kaupa mér nýtt, þar sem ég á nú þegar 2 í geymslu. :) Allavega, þannig að það er svona ýmislegt sem mig hlakkar til að fá.

Ok, ætli ég láti þetta ekki duga í bili. Bið voða vel að heilsa. Ég læt heyra í mér þegar við komum heim frá Vegas.

Knús,
Lína

Wednesday, February 25, 2009

bolla

Jæja bara strax komin alveg heil vika síðan ég bullaði eitthvað síðast. Það er bara fint að frétta af okkur þessa vikuna. Ég fór loksins í fyrsta tíman í meðgöngu yoga á laugardaginn, það var bara voða fínt. Ég kynntist nokkrum stelpum þar sem eru á mínum aldri, sem er notla bara æðislegt. Þar sem að flestar konurnar sem eru hérna á vegum bechtel eru með meðal aldurinn 50 eða svo. ekki það að það sé eitthvað að því svo sem, bara gaman að geta talað við eitthvern sem er svona aðeins nær mér í aldri. :)

Svo var okkur boðið í partý á laugardagskvöldið, einn úr vinnuni sem hélt það. Það var bara voða gaman, notla ekkert brjálað partý þar sem flest allir eru komnir vel á aldur...hehe :) En þetta var samt voða gaman, ég fór með pavlovu með mér, það komu allir með eitthvað að snarla á, og hún lagðist ekkert smá vel í alla. Þetta fannst þeim alveg algjört æði. Dave kvartaði nú samt yfir því að ég bakaði aldrei svona gott handa bara mér og honum, alltaf bara ef við værum að fara eitthvað...heheh hann er alveg eins og pabbi minn og bræður, matsár! :) Þannig að ég þarf að vera duglegri að baka svona gott bara handa honum, aumingja kallinn minn, illa farið með hann. :)

Svo voru bara rólegheit á sunnudagin, Dave þurfti ekkert að hengja neitt þessa helgina, fyrir utan einn spegil og snaga á föstudag, í fyrsta skipti í langan tíma, þannig að hann var voða ánægður með það. Við lékum okkur bara í Wii tölvunni, hann vann notla eins og venjulega. Hvað get ég sagt, ég er léleg í venulegum tennis, þar af leiðandi er ég líka léleg í Wii tennis! Kann barasta ekki að sveifla þessum blessaða spaða rétt.

Ég er búin að útbúa síðu fyrir litla krílið. Svolítið snemma, ég veit, en ég bara hafði ekkert að gera einn daginn og ákvað bara að slá til. Enda eru fullt af myndum sem ég vill setja þar inn, svo sem bumbumyndir og svona. Sérstaklega þar sem að bumban fer bara stækkandi, þá er nú gott að vita að það þurfi lykilorð til þess að fá að sjá mig með bumbuna út um allt. :)

En slóðin er: http://www.nino.is/babymarl

Svo bara senda mér email á lina.a.marl@gmail.com ef þið viljið lykilorðið. :)

Ég bakaði alveg fullt af bollum á mánudaginn. Fór svo með í vinnuna til Dave. Það eru alveg nokkrir menn þar sem voru á íslandi í nokkur ár við Fjarðaálsverkerfnið, þannig að þeir vissu hvað Bolludagur var, en allir hinir voru bara mjög ánægðir að fá að læra hvað það væri. Það fannst öllum þetta notla alveg æðislega gott, enda ekki við öðru að búast, við íslendingar kunnum sko að búa til góðan mat og kökur og svona.

Svo í gær gerði ég ekki neitt, ég held ég hafi verið hálf eftir mér eftir allan þenna bakstur, mér leið eins og það hafi risastór vörubíl keyrt yfir mig eða eitthvað. Var voða dofin og vitlaus eitthvað allan daginn. En ég er betri í dag.

Ok nóg bull í bili. Bið bara að heilsa í bili.

Knús,
Lína

Tuesday, February 17, 2009

Stuff

Jæja, ætli það sé ekki nógu langt síðan ég bloggaði síðast. Mamma er alltaf að kvarta yfir því að ég sé ekki búin að blogga, þannig að ætli ég verði ekki að blogga smá. :)


Það er búið að vera bara voða mikið að gera hjá okkur undanfarið. Dave er loksins farin að vera heima á laugardögum þannig að við fáum 2 daga helgar núna. Sem er bara frábært! Við höfum notað þessar 2 helgar hingað til, til þess að gera fínt hérna í húsinu. Dave greyið er búin að gera lítið annað en að hengja hillur og myndir og lyfta þungum hlutum og guð má vita hvað.

Við notuðum síðustu helgi í það að koma barnaherberginu í stand. Ég fékk rúmfatasetið og skreytingar sem við pöntuðum í póstinum á föstudagin, og ég gat náttúrulega bara ekki beðið með það að setja þetta allt saman. Við erum bæði alveg æðislega ánægð með herbergið.

Það var valentínusar dagur síðasta laugardag og Dave ákvað að koma mér á óvart með ferð til Las Vegas! Ég er ekkert smá spennt, get ekki beðið. Við förum þann 9. mars og komum heim þann 13. mars. Þetta verður síðasta barnlausa ferðalagið okkar. Hann valdi Las Vegas, því hann vissi að mig hefur alltaf langað að koma þanngað, og líka af því að Las Vegas er ekki beint staður sem maður myndi fara í frí með fjölskylduna. :)

Mamma og pabbi eru búin að panta sér flug til okkar í maí. Við erum ekkert smá spennt. Þau verða hjá okkur alveg í heilan mánuð, koma þann 15. maí, þannig að þau ættu alveg að ná fæðingunni. Mamma hefur voða áhyggjur af því að missa af þessu, en ég held nú samt að þetta litla kríli muni láta bíða eftir sér, frekar en að koma snemma, þannig að ég er bara róleg yfir þessu öllu saman. Mig langar voða að fara með þau til Alaska, þar sem það er hægt að taka ferju þanngað, og tekur ekki nema 6 tíma að komast þanngað. En Dave finnst ekki góð hugmynd að skella sér til Alaska viku fyrir settan dag, hann hefur áhyggjur af því að ég muni bara fæða um borð í eitthverji skítugri Alaska ferju! hehe... þetta er kannski rétt hjá honum. Við förum þá bara eitthvað annað í staðin, eitthvað sem maður getur keyrt, eitthvað sem tekur kannski 1-2 tíma að ferðast í staðin fyrir 6 hvora leið. :)

Það réðst á mig kónugló um dagin. Ég var í sakleysi mínu í tölvunni að lesa póstin minn, þegar að allt í einu finn ég fyrir eitthverju hreyfast á hausnum á mér.... ég notla strax busta þetta af, hélt kannski að þetta væri ryk eða eitthvað, eða bara ímyndun í mér. En nei, nei dettur ekki þessi ógeðslega kónugló beint á lyklaborðið!!! OJ BARA!!! ógislegt. Og ég notla stökk á fætur og öskraði á kóngulóna. Hún var svo föst í lyklaborðinu í smá tíma, þanngað til ég velti lyklaborðinu, en þá datt hún á tölvuborðið og hljóp af stað eins og ég veit ekki hvað! Og niður á gólf. Og þá tók við þessi þvíliki eltingarleikur, ég að reyna að drepa hana, hún að reyna að komast í burtu. Henni tókst að fela sig í smá tíma, ég reyndi að henda í hana málbandi... en svo loksins fann ég hana aftur og þá var eltingaleikurinn búin, ég trampaði á henni eins og líf mitt lægi við! Tók mig nokkurn tíma, en þetta tókst hjá mér á endanum. Ég er bara svo stolt af sjálfri mér að hafa tekist að drepa kvikndið...því venjulega þá set ég bara glas yfir kóngulær og önnur skordýr sem ég finn og læt Dave sjá um þetta þegar að hann kemur heim. :)


Ég set hérna inn 26 vikna bumbumynd. Eins og sést þá er bumban alltaf að stækka. :)

Og sjáið þið hvað hún lítur út fyrir að vera STÓR frá þessu sjónarhorni! :)

Jæja læt þetta duga af mínu bulli í bili. Bið bara að heilsa. Knús á línuna.

Lína

Monday, February 2, 2009

Superbowl Party

Það var Superbowl Sunday í USA í gær, og þótt svo við séum í Kanada létum við okkur sko ekki missa í stuðið. Okkur var boðið í superbowl party og fórum auðvitað, ásamt 25 öðrum, þannig að þetta var vel stór samkoma. Það var voða gaman, endalaust mikið af mat og drykk og mikið hlegið og mikið gaman. Ég hélt reyndar með liðinu sem tapaði, en þetta var samt alveg geggjað spennandi leikur.

Þetta var róleg helgi hjá okkur. Núna síðasta laugardag var síðasti laugardagurinn sem Dave mun vinna í eitthvern tíma. Þeir eru búnir að minka aðeins við sig vinnuna og núna vinnur hann 50 tíma á viku í staðin fyrir 60. Þannig að það munar alveg helling fyrir okkur, núna fær hann alveg heila helgi í frí, eins og annað fólk. Okkur hlakkar ekkert smá til. Enda ekkert gaman að fá bara 1 dags helgi alltaf. Dave er náttúrulega rosa spenntur, ég held samt mest fyrir því að hann fái núna að sofa út 2 daga í viku...honum finnst svo mest best að sofa. :)

Sunnudagurinn fór svo bara í það að útbúa mat og svona til að taka með í partýið og svo bara afslöppun þar á milli. Það snjóaði reyndar svolítið mikið í gær og fyrradag þannig að Dave fékk að moka fullt af snjó líka, en hann er orðin vanur þessu maðurinn. Það er alveg ótrúlegt hvað það snjóar mikið hérna, fólk var búið að vara okkur við þessu, en við bara samt gerðum okkur enga grein fyrir hversu mikið þetta yrði.


Svo er ég búin að skrá mig í óléttu yoga, byrja næsta laugardag. Það verður örugglega voða fínt, og er ég að vonast til þess að kynnast öðrum óléttum konum þar, ég þarf endilega að finna mér eitthverja vini sem eiga börn, fyrst ég er nú að bætast í barnafólks hópin mjög fljótlega. Ég held lík að ég hafi gott af því að prófa eitthverja aðra líkamsrækt, því ég geri ekki annað en að slasa mig í ræktinni undanfarið, er greinilega að gera eitthvað sem að ólétti líkaminn minn kann ekki að meta. Þannig að vonandi að þessir yoga tímar hjálpi mér að skilja hvað ég má gera og hvað ekki.

Jæja ég ætla að fara að gera eitthvað hérna heima hjá mér, hreingerningar mánudagur á þessu heimili. Bið bara að heilsa í bili.

Kveðja úr öllum snjónum,
Lína

Thursday, January 29, 2009

Nýtt blogg

Ég varð því miður að færa mig aðeins um í blogginu, því að gamla blogg síðan mín var eitthvað biluð greyið. Ég er búin að fá nokkrar kvartanir yfir því að þegar að fólk opni síðuna mína þá verður internet explorerinn alveg kolvitlaus og opnar alveg 100 aðra glugga. Þetta hefur komið fyrir mig marg oft, en ég hélt að þetta væri bara mín talva. En svo var víst ekki þannig að ég bara ákvað að prófa að búa til nýtt blogg og ath hvort þetta lagist eitthvað hjá mér. Ég vona það allavega.
Annars er bara allt fínt að frétta af okkur hjónunum. Ég er búin að vera alveg voðalega löt að blogga undanfarið, veit ekkert af hverju, það er ekki eins og ég hafi ekki tíma. Mér finnnst ég bara ekki hafa frá neinu spennandi að segja. Ætli það sé bara ekki málið.

Annars höfum við bara verið á fullu að klára að koma okkur alveg fyrir í nýja húsinu, ég er alltaf að finna ný og fleiri verkefni handa Dave greyinu, honum til miklar ánægju... :) En ég held að allar myndir og speglar og þess háttar sé loks komið upp á vegg, þannig að nú fær hann smá pásu þanngað til dótið okkar kemur úr geymslu. Er því miður ekki enn komið, ég býst við því eitthvern tíman í febrúar.

Við pöntuðum rimlarúmið og svona ruggustól með skemli um daginn. Þetta átti að taka alveg upp í mánuð að koma, þannig að við ákváðum að vera bara snemma í þessu, bara svona ef þetta skildi tefjast eitthvað hjá búðinni. En nei, þetta gekk svona voða vel að komast til okkar að þetta var hvoru tveggja komið hingað heim í hús 4 dögum seinna! Við notla alveg þvílíkt hissa yfir þessari þjónustu, bara gott mál. Það er notla ekkert gaman að horfa á svona kassa út um öll gólf, þannig að við bara fórum fljótlega í það að setja þessi herlegheit saman. Hefðum svo sem viljað bíða aðeins með að setja þetta saman, en þýðir ekkert að tala um það.

Það gekk ágætlega að setja þetta allt saman. Ruggustólinn var auðveldur, og var komin saman á innan við 20 mín. En rúmið var nú allt önnur saga, og var pínu blótað við verkefnið...þá sérstaklega þessum ömurlegu leiðbeiningum! Já maðurinn minn er sko karlmaður, og trúir því að flest allar leiðbeiningar séu rangar, og ef þær eru ekki rangar, þá eru þær vitlaust útskýrðar... :) En þetta tókst allt saman á endanum. Við erum æðislega ánægð með bæði rúmið og stólinn, og passar þetta voða fínt inn í barnaherbergið.

Núna erum við búin að kaupa öll húsgögn sem við þurfum, þannig að það er bara gott mál. Ég held líka að Dave sé ánægður að hann þurfi ekki að setja neitt saman, fyrir utan kannski eitthver leikföng og kannski eitt stykki keru og eitthvað fleira, á næstuni.
Við tókum nýja bumbu mynd í gær. 24 vikur, takk fyrir takk. Ég barasta trúi því varla hvað þessi tími er búin að líða hratt, ótrúlegt alveg.

En ég læt þetta duga í bili, myndin fylgir með svo þið getið séð hvað ég er myndarleg orðin, og bið bara að heilsa.

Kveðja,
Lína