Það er búið að vera bara voða mikið að gera hjá okkur undanfarið. Dave er loksins farin að vera heima á laugardögum þannig að við fáum 2 daga helgar núna. Sem er bara frábært! Við höfum notað þessar 2 helgar hingað til, til þess að gera fínt hérna í húsinu. Dave greyið er búin að gera lítið annað en að hengja hillur og myndir og lyfta þungum hlutum og guð má vita hvað.
Við notuðum síðustu helgi í það að koma barnaherberginu í stand. Ég fékk rúmfatasetið og skreytingar sem við pöntuðum í póstinum á föstudagin, og ég gat náttúrulega bara ekki beðið með það að setja þetta allt saman. Við erum bæði alveg æðislega ánægð með herbergið.
Það var valentínusar dagur síðasta laugardag og Dave ákvað að koma mér á óvart með ferð til Las Vegas! Ég er ekkert smá spennt, get ekki beðið. Við förum þann 9. mars og komum heim þann 13. mars. Þetta verður síðasta barnlausa ferðalagið okkar. Hann valdi Las Vegas, því hann vissi að mig hefur alltaf langað að koma þanngað, og líka af því að Las Vegas er ekki beint staður sem maður myndi fara í frí með fjölskylduna. :)
Mamma og pabbi eru búin að panta sér flug til okkar í maí. Við erum ekkert smá spennt. Þau verða hjá okkur alveg í heilan mánuð, koma þann 15. maí, þannig að þau ættu alveg að ná fæðingunni. Mamma hefur voða áhyggjur af því að missa af þessu, en ég held nú samt að þetta litla kríli muni láta bíða eftir sér, frekar en að koma snemma, þannig að ég er bara róleg yfir þessu öllu saman. Mig langar voða að fara með þau til Alaska, þar sem það er hægt að taka ferju þanngað, og tekur ekki nema 6 tíma að komast þanngað. En Dave finnst ekki góð hugmynd að skella sér til Alaska viku fyrir settan dag, hann hefur áhyggjur af því að ég muni bara fæða um borð í eitthverji skítugri Alaska ferju! hehe... þetta er kannski rétt hjá honum. Við förum þá bara eitthvað annað í staðin, eitthvað sem maður getur keyrt, eitthvað sem tekur kannski 1-2 tíma að ferðast í staðin fyrir 6 hvora leið. :)
Það réðst á mig kónugló um dagin. Ég var í sakleysi mínu í tölvunni að lesa póstin minn, þegar að allt í einu finn ég fyrir eitthverju hreyfast á hausnum á mér.... ég notla strax busta þetta af, hélt kannski að þetta væri ryk eða eitthvað, eða bara ímyndun í mér. En nei, nei dettur ekki þessi ógeðslega kónugló beint á lyklaborðið!!! OJ BARA!!! ógislegt. Og ég notla stökk á fætur og öskraði á kóngulóna. Hún var svo föst í lyklaborðinu í smá tíma, þanngað til ég velti lyklaborðinu, en þá datt hún á tölvuborðið og hljóp af stað eins og ég veit ekki hvað! Og niður á gólf. Og þá tók við þessi þvíliki eltingarleikur, ég að reyna að drepa hana, hún að reyna að komast í burtu. Henni tókst að fela sig í smá tíma, ég reyndi að henda í hana málbandi... en svo loksins fann ég hana aftur og þá var eltingaleikurinn búin, ég trampaði á henni eins og líf mitt lægi við! Tók mig nokkurn tíma, en þetta tókst hjá mér á endanum. Ég er bara svo stolt af sjálfri mér að hafa tekist að drepa kvikndið...því venjulega þá set ég bara glas yfir kóngulær og önnur skordýr sem ég finn og læt Dave sjá um þetta þegar að hann kemur heim. :)
Ég set hérna inn 26 vikna bumbumynd. Eins og sést þá er bumban alltaf að stækka. :)
Og sjáið þið hvað hún lítur út fyrir að vera STÓR frá þessu sjónarhorni! :)
Jæja læt þetta duga af mínu bulli í bili. Bið bara að heilsa. Knús á línuna.
Lína
8 comments:
úff... hvar á ég að byrja...
Geggjað að vera að fara til Vegas. Má ég koma með?
Þú ert mun hugrakkari en ég að drepa köngulóna... ég hefði farið upp á stól og staðið þar þar til Haukur kæmi heim.
Ég held að Dave hafi rétt fyrir sér um ferðalagið... og ég myndi ekki vera að fara neitt voðalega langt. Það er ekki gott að sitja í bíl með hríðir.
Það er ekkert smá sem bumban stækkar á þér. Hún er voða nett og sæt. Fer þér vel :)
...and i'm out...
ójá Lína mín... þú ert ekki að fara í eitthvað svaka ferju-ferðalag viku fyrir settan dag... hríðir eru EKKI góðar og örugglega 100 sinnum verri í borð í ferju :)
Bumban er ÆÐI :) Bara sætasta bumbu-LÍNAN ;)
En hvar eru myndirnar úr barnaherberginu? Verður nú að leyfa okkur að sjá :)
kv.Sigríður
Jiii hvað þú ert mikil krúsla með þessa bumbu. Finnst algjört svindl þú sért svona langt í burtu frá okkur ;)
Já og þú heldur enn titlinum hetja ársins til að fá hreinlega ekki bara hjartaáfall þegar kvikyndið skall á hausinn á þér og svo niður á lyklaborð! Er ekki viss um að ég væri á lífi ;)
Knús og kremj í kotið :*
Hæ frænka. Mikið ertu með sæta bumbu. Það verður gaman að sjá bumbubúann eða réttara sagt myndir af honum. Við erum að tapa okkur í krúttlegheitum hérna með nýjustu dúlluna okkar.
Hilsen Rósa Munda
Ríkey: Já takk fyrir það, mér fannst ég einmitt svo hugrökk að slást við kvikinið sjálf. Og já ég veit, ferjan er ekki góð hugmynd :)
Sigríður: ehehe já ég veit, ferjuferðin er ekki góð hugmynd, það bregðast allir eins við...eins og ég sé kolvitlaus að láta mér detta þetta í hug. :) En gott að fá svona ráð frá mömmum sem hafa gengið í gegnum hríðar og fæðingu. Já og takk, takk, mér finnst bumban líka pínu sæt. :)
Lena Dóra: Takk fyrir sæta, já það er ekki gaman að vera svona langt í burtu. Hehe já, þvílík hetja ég var, mér fannst það meira að segja sjálfri eftir á. :)
Rósa Munda: Takk fyrir kommentið og bumbu komplementið. Já ég get rétt ímyndað mér hvað það hlítur að vera gaman hjá ykkur með Iðunni litlu. Svo langt síðan þið voruð með eitt lítið. Bið voða vel að heilsa í kotið.
Kveðja,
Lína
Flott bumban, get ekki beðið eftir að sjá ykkur. Já og takk dúll fyrir að bregðast svona fljótt við óskum mínum um blogg. Það er alltaf frískandi að lesa hjá þér bloggið, er í góðu yfirlæti hjá Báru og Högna og það biðja allir að heilsa, hringi á sunnudaginn. knús á ykkur, mamma
Takk fyrir það mamma mín, við hlökkum líka ekkert smá til að fá ykkur í heimsókn. Ég bið líka rosa vel að heilsa öllum í Reykjavíkinni. Heyrumst á Sunnudaginn. Knús,Lína
Einhvern tímann hér um árið var talað um Bumbulínu , kannski þetta sé ástæðan . Hér er fyrsti bolludagur (eins og faðir þinn var að segja) , á morgun annar svo á sjálfan Bolludaginnn verður þriðji í Bollum , svo Sprengidagur og loks Öskudagur á mv.daginn . Við faðir þinn förum að líkjast þér væntanlega , í útliti eftir alla þessa mýktardaga . Það hvíslaði að mér lítill fugl að eins væri með Dave og föður þinn , jú hann tæki þátt í meðgöngunni eins og hann gerði . Sævar skellti sér í dagsróður með Sigga Ól. í dag hef verið að hringja (að forvitnast) en ekki svarað . Hann Sævar er með þessu að rifja upp gamla tíma eins og þú kannski veist . Ég var hjá þeim Ingu og Sævari tvo daga í síðustu viku , í Óðalinu Garði þ.e.vinna í því , Sævar sýndi mér gamlar myndir ; þar varst þú , að mig mynnir niðrí Hallanda . Þú hefur breyst pínu , , , . Gaman að sjá Örlyg horfa á sjálfan sig er hann var pínu pons . Já hann er væntanlega núna í bænum , hann átti að vinna um helgina vera í einhverju eftirliti vegna Samfés , en það átti að halda það um helgina í Laugardalshöll . Knús á Dave - hafið það sem best , eða aðeins betra en það . Gh47
Post a Comment