Monday, February 2, 2009

Superbowl Party

Það var Superbowl Sunday í USA í gær, og þótt svo við séum í Kanada létum við okkur sko ekki missa í stuðið. Okkur var boðið í superbowl party og fórum auðvitað, ásamt 25 öðrum, þannig að þetta var vel stór samkoma. Það var voða gaman, endalaust mikið af mat og drykk og mikið hlegið og mikið gaman. Ég hélt reyndar með liðinu sem tapaði, en þetta var samt alveg geggjað spennandi leikur.

Þetta var róleg helgi hjá okkur. Núna síðasta laugardag var síðasti laugardagurinn sem Dave mun vinna í eitthvern tíma. Þeir eru búnir að minka aðeins við sig vinnuna og núna vinnur hann 50 tíma á viku í staðin fyrir 60. Þannig að það munar alveg helling fyrir okkur, núna fær hann alveg heila helgi í frí, eins og annað fólk. Okkur hlakkar ekkert smá til. Enda ekkert gaman að fá bara 1 dags helgi alltaf. Dave er náttúrulega rosa spenntur, ég held samt mest fyrir því að hann fái núna að sofa út 2 daga í viku...honum finnst svo mest best að sofa. :)

Sunnudagurinn fór svo bara í það að útbúa mat og svona til að taka með í partýið og svo bara afslöppun þar á milli. Það snjóaði reyndar svolítið mikið í gær og fyrradag þannig að Dave fékk að moka fullt af snjó líka, en hann er orðin vanur þessu maðurinn. Það er alveg ótrúlegt hvað það snjóar mikið hérna, fólk var búið að vara okkur við þessu, en við bara samt gerðum okkur enga grein fyrir hversu mikið þetta yrði.


Svo er ég búin að skrá mig í óléttu yoga, byrja næsta laugardag. Það verður örugglega voða fínt, og er ég að vonast til þess að kynnast öðrum óléttum konum þar, ég þarf endilega að finna mér eitthverja vini sem eiga börn, fyrst ég er nú að bætast í barnafólks hópin mjög fljótlega. Ég held lík að ég hafi gott af því að prófa eitthverja aðra líkamsrækt, því ég geri ekki annað en að slasa mig í ræktinni undanfarið, er greinilega að gera eitthvað sem að ólétti líkaminn minn kann ekki að meta. Þannig að vonandi að þessir yoga tímar hjálpi mér að skilja hvað ég má gera og hvað ekki.

Jæja ég ætla að fara að gera eitthvað hérna heima hjá mér, hreingerningar mánudagur á þessu heimili. Bið bara að heilsa í bili.

Kveðja úr öllum snjónum,
Lína

3 comments:

Anonymous said...

Já um að gera að njóta þess að SOFA áður en Freddie litli kemur úr bumbunni :)
Ég elskaði meðgöngu jóga þegar ég var ólétt, bara æði. Við fengum líka að sofa í heilar 15 mín í lok tímans sem var ÆÐI :) hehehe
kv.Sigríður

Anonymous said...

Hahaha... segðu Dave að njóta þess að sofa á meðan hann getur.
Var að spá hvernig ruggustól þið keyptuð. Er það svona klassískur, venjulegur ruggustóll?
Það er nefnilega hægt að kaupa æðislega ruggustóla hér í Dk sem mig langar svo í en eru svolítið dýrir og ekkert pláss í litlu íbúðinni minni.
Eitthvað svipað þessum: http://www.kiddicare.com/wcsstore/ConsumerDirect/images/catalog/KC02414/KC02414_l.jpg

Lina said...

Hehe...já ég get ekki beðið eftir að meðgöngu jógað byrji. Átti að byrja þann 7, en byrjar ekki fyrr en 21. núna, þannig að ég verð enn að bíða róleg. Svo er ég líka búin að skrá okkur Dave í svona Prenatal Class. Þar sem talað er um meðgönguna, fæðinguna og umönnun barnsins eftir fæðingu. Verður gaman að sjá hvernig það verður.

Þetta er ekki beint venjulegur ruggustól. Hann er meira bara eins og hægindastól, því það fylgir skemill með sem ruggast líka. Alveg æðislega þægilegur!! Ég ætla að setja inn myndir af barna herberginu fljótlega. Samt ekki alveg strax því ég er enn að vinna í því að gera fínt og tilbúið. :)