Heyrðu já það er bara frekar langt síðan ég hef sett eitthvað hérna inn.
Bara fínt að frétta af okkur hjónunum. Alltaf brjálað að gera í vinnuni hjá Dave og alltaf rólegt að gera hjá mér. ;) En það á nú eftir að breytast mjög fljótlega, þar sem það eru ekki nema 36 dagar í settan dag, í dag. Ég ákvað að byrja að þvo barnafötin og teppin og svona í gær. Samkvæmtt bókinni minni á maður víst að vera búin að pakka í spítalatöskuna sína á þessum tíma, þannig að ég dreif mig í því í dag. Þótt mér finnist þetta notla frekar snemmt, þá er víst betra að vera við öllu búin ef að kríilð, þó mér þyki það ólíklegt, ákveði að láta sjá sig snemma.
Það var samt voða gaman að þvo fötin af krílinu í gær. Ég held að það hafi verið Badda frænka sem var að spyrja hvað krílinu vantar ennþá, sérstaklega eftir allt sem við fengum í Baby Shower um daginn. Krílinu vantar ennþá föt, hann á ekkert nema náttföt greyið. :) Jú svo eigum við líka nokkrar samfellur og sokka. Reyndar á krílið eitt stykki jogging galla sem að Ríkey sendi um jólin, ekkert smá sætur gulur galli og húfur í stíl. En ég vildi ekkert vera að versla mikið að venjulegum fötum þar sem það er eiginlega bara ómögulegt ef maður veit ekki kynið. Svo geri ég ráð fyrir því að hann/hún muni hvort eð er vera mest í náttfötum svona fyrstu vikurnar/mánuði.
Sokkarbuxur er eitthvað sem ég get ómögulega fundið hérna í Kanada, en sem betur fer ætlar mamma að koma með nokkur stykki þegar hún kemur. Fást bara eitthverjar nælonsokkarbuxur á stelpur, svona fínar, ekki svona eins og þau eru í daglega. Voða kjánalegt finnst mér því að það er nú frekar kalt hérna á veturna, og ekkert alltof hlýtt á sumrin.
Svo vorum við svo heppin að vinahjón okkar í Montreal, sem áttu strák í desember, sendu okkur tvo fulla poka af svona náttfötum og kózy fötum sem að strákurinn þeirra er vaxin upp úr. Þannig að það var notla bara æðislegt.
Dave og vinnufélagi hans eru í þessum skrifuðu orðum að laga heita pottinn. Það sprakk víst eitthvað rör, þannig að þeir eru að setja saman nýtt rör og koma blessuðum pottinum í gang. Dave getur ekki beðið eftir að fá að sitja í pottinum með bjór. :)
Svo er ég búin að skrá mig í annað meðgöngu yoga prógram. Þetta er reyndar 6 vikna prógram og það eru ekki nema 5 vikur að settum degi, en ég missi þá bara ef einum eða tveim tímum, ekkert mál það. Mér fannst svo gaman og hjálplegt síðast þegar ég fór þannig að ég ákvað að skella mér aftur. Og svo kenna þau manni líka allskonar öndunaræfingar og eitthvað, sem ég verð þá kannski líklegri til að muna, þar sem þetta er nær fæðingu. :)
Já og svo erum við búin að skrá okkur í eitthverja voða göngu til styrktar krabbameins rannsóknum, þann 9 maí, þannig að það verður bara nóg að gera hjá okkur. Þess vegna verður krílið líka að bíða á sínum stað þanngað til í lok maí, bara alltof mikið um að vera hjá okkur, og mamma og pabbi verða líka að vera komin áður. hehhe ég veit, þetta er allt voða planað hjá mér, og ég sem hef svo algjörlega enga stjórn yfir þessu. :)
Jæja best að fara að ath hvernig gengur hjá mönunum út í garði í rigningunni. Það snjóaði reydnar í gær, við fengum bæði vægt sjokk þegar við fórum á fætur og það var allt hvítt! Ekki gaman það, en það er búið að rigna í allan dag þannig að snjórinn er að mestu farin aftur. Og ég ætla bara rétt að vona að hann láti ekki sjá sig aftur fyrr en bara nóvember. já takk fyrir takk.
Knús,
Lína
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Ég er farinn að láta renna í pottinn fyrir Dave , og opna dós , á bara sterkan . Bestu kveðjur úr Gh 47.
Hæ hæ, það styttist og styttist hjá þér í litla krílið. Mín reynsla er einmitt sú að maður er bara með þau í svona náttgöllum eða ermasamfellum og sokkabuxum fyrstu tvo til þrjá mánuðina. Það er samt hægt að fá svo fáránlega sæt föt á þessa litlu kjúklinga að maður freistast alltaf til að kaupa og troða þessum hálslausu greyjum í einhverja galla :D Gangi þér vel og ekki skrifa handrit að fæðingunni... (smá ráð frá frænku) því það er bara ekkert farið eftir því :o)
Kveðja, Rósa Munda
já ég var líka ótrúlega snemma svona og viðbúin í öllu hehe spítalataska ? Ok vissi ekki að fólk væri með svoleiðis eitthvað en ég man það fyrir næsta barn hó hó :) knús elskan er að fara taka rúnt á barnalandinu þínu núna:)
Post a Comment