Jæja best að segja eitthvað, orðið ágætlega langt síðan ég lét heyra í mér.
Það er allt mjög gott að frétta héðan. Ég bakaði íslenskar pönnukökur í gær, sem var bara mest gaman og skemmtilegt. Ég hef ekki fengið íslenskar pönnukökur í SVO langan tíma. Mig vantaði nebbla pönnu, en haldið þið ekki að ég hafi barasta fundið pönnu út í búð á föstudagin. Er reyndar ætluð til þess að gera Crepes, en það er notla eiginlega alveg það sama og pönnukökur, þannig að hún virkar ekkert smá vel. Pönnukökurnar voru æðislega góðar, og verður sko pottþétt mikið bakað af þeim í framtíðinni.
Í dag var klukkuni breytt. Við mistum einn klukkutíma, þannig að núna er ekki nema 7 klukkutíma munur á milli Kitimat og Íslands. Notla ennþá ágætur munur, en allt hjálpar til.
Við förum til Vegas á morgun. Við erum bæði mjög spennt. Það á víst að vera einstaklega fínt veður, miðað við árstíma, á meðan við erum þar. 20 stiga hiti og glampandi sól alla vikuna. Þannig að ég varð í gær að fara í gegnum áður-en-ég-varð-ólétt fötin mín og reyna að finna eitthvað sumarlegt sem ég gæti notað. Öll mín meðgöngu föt eru öll frekar vetrarleg, allt síðerma bolir og svona. En mér tókst að finna heila 3 stutterma boli sem ég læt ganga. Þeir eru náttúrulega pínu þröngir, en svo lengi sem þeir komast yfir bumbuna er ég sátt. :)
Hótelið sem við verðum á, MGM Grand.
Ég ætla pottþétt ekki að taka bikiníið með mér. Dave ætlar að taka sín sundföt, því það er alveg æðislega flott sundlaug á hótelinu, en ef við förum þanngað, þá má hann sko alveg synda eins og hann vill, ég ætla bara að sitja á sundlaugabakkanum, takk fyrir takk! :) Enda efast ég um það að ég kæmist einu sinni í sundfötin mín.
Dótið okkar sem er búið að vera í geymslu síðan í febrúar 2008 er loksins á leiðinni til okkar. Þegar við komum til baka frá Vegas þurfum við að koma við í eitthverju toll byggingu í Vancouver og skrifa upp á dótið okkar (þetta eru eitthverjar Kanadískar reglur) og svo þegar það er búið, verður dótið sent hingað til Kitmat, þannig að það ætti að vera komið hingað í kringum 20. mars. Ég er mjög spennt. Get ekki beðið eftir að fá þetta blessaða dót í hendurnar. Það er mikið af eldhúsdóti í sendingunni sem ég er búin að sakna mjög mikið. Til dæmis kökukefli, ég er búin að þurfa að nota PAM olíusprey til þess að fletja út síðan við fluttum! Ég neitaði að kaupa mér nýtt, þar sem ég á nú þegar 2 í geymslu. :) Allavega, þannig að það er svona ýmislegt sem mig hlakkar til að fá.
Ok, ætli ég láti þetta ekki duga í bili. Bið voða vel að heilsa. Ég læt heyra í mér þegar við komum heim frá Vegas.
Knús,
Lína
5 comments:
Vei skemmtið ykkur í Las Vegas!! Been there done that :)
Við gistum í Stratosphere - ekki svo langt frá MGM Grand. Geðsjúk tívolígræja á toppinum á Stratosphere (sem ég fór í btw
http://greensboring.com/pod/amazingride02.jpg
http://tonyandstuart.freeblogit.com/files/2008/12/stratosphere-tower.jpg
en ég mæli samt ekki með því fyrir þig svona ólétta Lína mín.
En allavega, skemmtið ykkur rosalega vel - þetta er sko heldur betur borgin til þess :D
Haha, já ég hef einmitt heyrt af þessari tívolígræju. Dave fór í þetta eitthvern tíman...held einmitt líka að það sé kannski ekki góð hugmynd að ég fari í þessari ferð allavega. :)
En takk fyrir það, ég held það sé rétt, að við eigum eftir að skemmta okkur. :)
Kveðja,
Lína
Góða skemmtun í Vegas:)
kv. Badda
Þú ættir að skella þér í sund Lína mín. Það er ekkert betra þegar maður er með þunga bumbu að burðast með. Léttir mikið á. Ég mæli hins vegar með að vera með eitthvað til að hjálpa við að halda þér á floti ef þú ætlar að synda mikið. Ég hafði allavega alltaf á tilfinningunni að bumban myndi draga mig á kaf.
Post a Comment